Tom og Katie á göngu um miðbæ Reykjavíkur

Leikarahjónin Tom Cruise og Katie Holmes voru á göngu um miðborg Reykjavíkur rétt fyrir hádegið í dag. Parið rölti um Laugaveginn, Skólavörðustíg og Þingholtsstræti, kíkti í búðir, skoðaði í búðarglugga og naut íslenskrar veðurblíðu. Þau stigu svo upp í bíl í Bankastrætinu og var ekið á brott.

Dóttir þeirra, Suri, var ekki með í gönguferðinni en hún er þó með foreldrum sínum hér á landi. Tilgangur ferðar þeirra er tökur á kvikmyndinni Oblivion en myndin verður tekin upp við Mývatn og á hálendinu við Veiðivötn. Á báðum þessum stöðum hefur verið komið upp vinnubúðum og leikmyndum.

Tökurnar hefjast samkvæmt heimildum mbl.is í Mývatnssveit nú eftir helgi en síðar í mánuðinum verður kvikmyndað við Drekavatn á Jökulheimaleið. Áætlað er að tökum ljúki í byrjun júlí.

Fjölskyldan kom með einkaþotu til Reykjavíkur í gærmorgun og fór svo rakleiðis á Hilton hótel Nordica við Suðurlandsbrautina.

Um 200 manna teymi frá Universal-kvikmyndaverinu verður hér á landi vegna myndarinnar næstu daga.

Tom Cruise verður fimmtugur 3. júlí og fram hefur komið í erlendum fjölmiðlum að hann muni eyða afmælisdeginum á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir