Kynlífssenurnar treystu vinaböndin

Blake Lively segir kynlífssenurnar í nýjustu spennumynd Olivers Stone, Savages, hafa treyst vinaböndin milli hennar og mótleikaranna tveggja, Taylors Kitschs og Aarons Johnsons.

Lively er mikilvægur hlekkur í ástarþríhyrningi myndarinnar og birtist hún afar eggjandi í fjölmörgum kynlífssenum. Leikkonan ræddi um Savages og hlutverkið í viðtali á sjónvarpsstöðinni Entertainment Tonight.

„Fyrstu þrír tökudagarnir fóru í að taka upp kynlífssenurnar,“ sagði Lively í bandarísku sjónvarpi. Í myndinni leikur hún unga stúlku sem rænt er af mexíkóskum eiturlyfjahring og dregst inn í hneykslanlegt ástarsamband við þá Kitsch og Johnson.

„Kynlífssenurnar treystu böndin á milli okkar og auðvelduðu eftirleikinn, svo það var mög gott að byrja á þeim,“ sagði leikkonan.

Lively er farsæl leikkona og er ánægð í einkalífinu. Hún á í ástarsambandi við leikarann Ryan Reynolds og hafa þau verið par í sjö mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup