Hopkins leikur afa Nóa

Leikarinn Anthony Hopkins mun leika Metúsalem, afa Nóa, í kvikmyndinni um Nóa samkvæmt tísti leikstjóra myndarinnar Darrens Aronofskys en myndin verður tekin upp hér á landi og í New York. Tökur hefjast í júlí en áætlaður frumsýningardagur er 28. mars 2014.

Skrifar leikstjórinn á Twitter að það sé honum heiður að vinna með sir Anthony Hopkins.

Russell Crowe fer með aðalhlutverkið í myndinni sem byggist á biblíusögunni um Örkina hans Nóa. Auk þeirra hefur Emma Watson, sem fór með hlutverk Hermione í kvikmyndunum um Harry Potter, staðfest að hún muni leika í myndinni. Crowe segir að börn hans hafi stokkið hæð sína í loft upp af fögnuði yfir því að pabbi þeirra væri að fara að vinna með Hermione.  Jennifer Connelly, Ray Winstone og Logan Lerman leika einnig í kvikmyndinni.

Anthony Hopkins er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt í Lömbin þagna en hlutverkið skilaði honum Óskarsverðlaunum. Metúsalem (Metúsala) er elsta persónan í gamla testamentinu en hann var 969 ára gamall er hann andaðist. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar