Sungið um ástir, afbrýðisemi og bræðralag

mbl.is

Gissur Páll Gissurarson tenór, Ágúst Ólafsson barítón og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja saman marga vinsæla dúetta úr óperubókmenntunum á tónleikum í Salnum á laugardag. Sungið verður um ástir, afbrýðisemi, bræðralag, baráttu og hetjudáðir. Að auki koma fram á tónleikunum Helga Rós Indriðadóttir sópran og karlakórinn Voces Masculorum.

Gissur Páll og Ágúst hafa reglulega unnið saman síðustu ár, nú síðast í La Boheme í Íslensku óperunni, en á hátíðinni Bergmáli á Dalvík í fyrrasumar komu þeir fram á tónleikum með Evu Þyri og Helgu Rós í Bergi á Dalvík og Miðgarði í Skagafirði. Strax var ljóst að framhald yrði á samstarfi þeirra og lá beinast við að endurtaka leikinn fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins, segir í tilkynningu.

Nú mæta þeir aftur saman til leiks með Evu Þyri píanista og Helgu Rós. Helga Rós var fastráðin við óperuna í Stuttgart í átta ár þar til hún flutti nýlega í Skagafjörðinn og Eva Þyri er sömuleiðis flutt heim eftir 10 ár við nám og störf erlendis.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 og miðasala er á heimasíðu Salarins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir