Gifti sig með leynd

Söngstjörnunni Adele tókst með klókindum að gifta sig með leynd. Breska söngkonan tilkynnti í byrjun júlí að hún ætti von á sínu fyrsta barni með unnustanum, Simon Konecki, og nú herma fregnir að þau hafi látið gefa sig saman á laun.

Frá þessu var fyrst sagt í tímaritinu Life & Style og vísað til þess að Adele skarti nú nýjum hring á baugfingri. Í kjölfarið hefur stigið fram heimildamaður fréttavefjarins Mail Onlie, sem staðfestir að Adele sé gift kona og kveðst hafa verið viðstaddur hjónavígsluna.

„Adele og Simon létu gefa sig saman og ég er til vitnis því ég var á staðnum,“ segir heimildamaðurinn. „Þetta var dýrðleg athöfn.“

Ekki er fullljóst hvenær söngstjarnan á von á sér en samkvæmt heimildum Life & Style gæti barnið komið í heiminn í næsta mánuði.

„Adele var mikið í mun að gifta sig áður en barnið fæðist,“ segir heimildamaður blaðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar