javascript:popup('popup/afp_video.html?news_id=1682688;indirect=1',%20'840',%20'600',%20'yes');
Bandaríski leikarinn og leikstjórinn, Clint Eastwood, hvatti kjósendur til þess að bjarga deginum fyrir hann með því að kjósa Mitt Romney, frambjóðanda Repúblikanaflokksins, sem næsta forseta Bandaríkjanna.
Vísar Eastwood til þekktra ummæla „Dirty Harry“ í kvikmyndinni Sudden Impact frá árinu 1983: Go ahead, make my day.
Eastwood, sem er 82 ára að aldri, vakti mikla kátínu meðal gesta á landsfundi flokksins í Tampa í gærkvöldi með ummælum sínum varðandi komandi kosningar. Leikarinn telur að kominn sé tími til að kaupsýslumaður setjist í forsetastól landsins og að þegar fólk standi sig ekki í vinnu þá eigi að láta það fara.