Ung og upprennandi stjarna

Íva Marín Adrichem
Íva Marín Adrichem mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Íva Marín, ung og upp­renn­andi söng­stjarna, tók þátt í flutn­ingi á óper­unni La Bohème eft­ir Pucc­ini í Hörpu á þessu ári. Íva Marín hef­ur verið blind frá fæðingu. Ítar­legt viðtal er við þessa ungu hæfi­leika­ríku stúlku í Víðsjá, tíma­riti Blindra­fé­lags­ins.

Íva Marín Adrichem er fjór­tán ára. Móðir henn­ar er ís­lensk en faðir henn­ar hol­lensk­ur. Hún bjó í Hollandi í tæp fimm ár. Hún seg­ir í viðtal­inu að það hafi verið mjög skemmti­legt að búa í Hollandi

„En þar er mjög lítið frelsi og ég gat ekki verið ein að leika mér úti. Ég þurfti alltaf að hafa ein­hvern full­orðinn með mér út af um­ferð og skrýtnu fólki,“ seg­ir Íva Marín. Helsti mun­ur­inn á að búa í Hollandi og á Íslandi að henn­ar mati er sá að hér á landi er minni um­ferð og færra fólk.

„Upp­eldið og skóla­kerfið er líka miklu strang­ara í Hollandi. Mér finnst stund­um sjokk­er­andi hvað nem­end­ur leyfa sér að segja við kenn­ar­ana í skól­an­um hér á landi.“

Íva Marín er með far­tölvu í skól­an­um og blindralet­urs­skjá og geng­ur vel í nám­inu.

„Mér finnst oft­ast mjög gam­an í skól­an­um. Það er skemmti­legt að læra ís­lensku og tungu­mál en ég skil ekki til­gang­inn með efna­fræði og finnst hún leiðin­leg.“ Ein mann­eskja í skól­an­um sér sér­stak­lega um að Íva Marín fái náms­gögn­in á rétt­um tíma og hún sér líka um próf­in. „Hún er alltaf í bekkn­um og aðstoðar alla þó að hún geri þetta bara fyr­ir mig,“ seg­ir Íva Marín.

Aðaláhuga­mál Ívu Marín­ar er söng­ur. Hún er bæði í Gradualekór Lang­holts­kirkju og að læra söng hjá Þóru Björns­dótt­ur í söng­deild Lang­holts­kirkju.

Hún seg­ir að það hafi verið gam­an að taka þátt í upp­setn­ingu á La Bohème

„Það var rosa­legt. Þetta er ör­ugg­lega það skemmti­leg­asta sem ég hef gert í líf­inu og það hljóm­ar kannski væmið en þetta var ógleym­an­legt. Ég hélt að ég myndi ekki fá þetta hlut­verk af því að ég er nátt­úr­lega blind og þetta er rosa­lega mik­il hreyf­ing um sviðið og þú þarft að gera þetta og hitt ná­kvæm­lega á rétt­um tíma. Þetta er ná­kvæmn­is­vinna þannig að ég efaðist eig­in­lega um að ég myndi fá þetta hlut­verk. En ég fékk það,“ seg­ir Íva Marín og bros­ir breitt.

Hér er hægt að lesa viðtalið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir