Einar Falur sýnir í New York

Sýningin Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods, sem Þjóðminjasafn Íslands setti upp árið 2010, verður opnuð á föstudagskvöld í Scandinavia House í New York, í stærri útgáfu en áður, en þar mun hún standa frá 28. september til 12. janúar 2013.

Á sýningunni eru ljósmyndaverk eftir Einar Fal Ingólfsson, sem unnin eru með hliðsjón af vatnslitamyndum, teikningum og ljósmyndum sem breski myndlistarmaðurinn og fornfræðingurinn William Gershom Collingwood málaði og tók af stöðum sem koma fyrir í Íslendingasögunum á tíu vikna ferðalagi um Ísland sumarið 1897.

W.G. Collingwood kom til landsins til að mála myndir af stöðum sem koma fyrir í Íslendingasögunum og um leið skapaði hann merkar heimildir um íslenskan samtíma sinn. Í ljósmyndum Einars Fals verður til samtal þriggja tíma: samtíma áhorfandans í dag, samtíma Collingwoods árið 1897 og sögualdarinnar, sem Bretinn hyllti í myndverkum sínum.

Samnefnd bók Einars Fals, sem gefin var út í samstarfi Þjóðminjasafnsins og Crymogaeu, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Samhliða sýningunni verður kynning á Íslendingasögunum og arfleifð þeirra í Scandinavia House, meðal annars með röð fyrirlestra en hinn kunni rithöfundur Jane Smiley er meðal þeirra sem munu fjalla um sögurnar meðan á sýningunni stendur. Þá verður kvikmynd um rannsóknarverkefni fræðikonunnar Emily Lethbridge, á slóðum Gísla Súrsonar, sýnd í einum sýningarsalanna.

Scandinavia House er aðsetur American-Scandinavian foundation sem er stofnun sem vinnur að því að efla menningar- og fræðslutengsl milli Bandaríkjanna og Norðurlanda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir