Ert þú ljósmyndarinn? - opnað fyrir skráningar

Páll Stefánsson velur efnilega ljósmyndara ásamt Hallgerði Hallgrímsdóttur.
Páll Stefánsson velur efnilega ljósmyndara ásamt Hallgerði Hallgrímsdóttur. Styrmir Kári

Opnað hefur verið fyrir skráningar í sjónvarpsþáttinn Ert þú ljósmyndarinn?, stærstu ljósmyndasamkeppni á Íslandi. Keppnin er samstarfsverkefni mbl.is og SkjásEins og mun Stórveldið framleiða sjónvarpsþættina.

Landsmenn geta sent ljósmyndir inn á skráningarsíðu á mbl.is til miðnættis þann 23. október en þá tekur dómnefnd til starfa sem velur átta efnilega ljósmyndara sem munu keppa til úrslita í sjónvarpsþáttum sem sýndir verða á SkjáEinum.

Í hverjum sjónvarpsþætti mun einn þátttakandi heltast úr lestinni þar til aðeins þrír eru eftir í lokaþætti þar sem úr verður skorið um sigurvegara þessarar stærstu ljósmyndakeppni á Íslandi. Verðlaunin eru ekki verri endanum, ljósmyndabúnaður af bestu gerð að verðmæti hálf milljón króna auk 10 daga ævintýraferðar með öllu uppihaldi. Samanlagt andvirði sem sigurvegarinn hlýtur að launum er yfir tvær milljónir.

Áhugasamir eru hvattir til að draga fram myndavélarnar og byrja að smella af. Fyrir innsendingu þarf að skila inn þremur ljósmyndum með eftirfarandi þema eða myndefni. Þema fyrstu myndar er rautt, á annarri er þemað fjall og sú þriðja á að vera portrettmynd sem lýsir gleði.

Dómarar í keppninni eru þau Hallgerður Hallgrímsdóttir, listakona og ljósmyndari, og Páll Stefánsson sem er einn fremsti ljósmyndari landsins. Bestu ljósmyndarar á Íslandi munu svo aðstoða þau Hallgerði og Pál í sjónvarpsþáttunum. Þeir eru RAX, Ari Magg, Spessi, Sissa, Egill Eðvarðsson og Katrín Elvarsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir