Í kjölfar umræðu um nafn sjónvarpsþáttarins „Ert þú ljósmyndarinn?” sem sýndur verður á Skjá Einum hefur Stórveldið sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að eftir fund með Ljósmyndarafélagi Íslands hafi verið ákveðið að breyta nafni þáttarins í „Ljósmyndakeppni Íslands”.
Ástæður breytinganna eru einfaldar. Þættirnir eiga að stuðla að auknum áhuga á ljósmyndun og aukinni þekkingu á faginu. Ljósmyndun er lögverndað fag og það að kalla þann ljósmyndara sem ekki hefur til þess réttindi samræmist hvorki lögum, né heldur gildum þáttanna.