Ljósmyndakeppni Íslands fær góðar viðtökur

Ljósmyndarinn Spessi mun verða í sviðsljósinu í þáttunum sem gestadómari.
Ljósmyndarinn Spessi mun verða í sviðsljósinu í þáttunum sem gestadómari. mbl.is/Sigurgeir

Skráningar í Ljósmyndakeppni Íslands hófust í upphafi októbermánaðar. Verkefnið sem er samstarf mbl.is og SkjásEins hefur notið mikilla vinsælda meðal lesenda en nú þegar hefur mörg hundruð ljósmyndum verið skilað inn. Framundan er erfitt ferli útilokunar þar sem leitað verður að efnilegustu ljósmyndurum landsins til að taka þátt í úrslitakeppni þessarar gríðarstóru ljósmyndakeppni.

Spessi einn vinsælasti ljósmyndari landsins sem mun verða í sviðsljósinu í þáttunum sem gestadómari, er afar ánægður með viðtökurnar. „Það verður mjög spennandi að sjá hvort einhverstaðar í allri þessari flóru leynist snillingur. Þetta hefur breyst mikið með tilkomu netsins og mikið af fólki að taka myndir og birta á vefnum. En maður hlýtur að hvetja alla til að taka þátt, það er aldrei að vita hvar bestu ljósmyndirnar leynast“ segir Spessi, greinilega tilbúinn í slaginn.

Smellið hér til að taka þátt í keppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan