Kutcher með mesta kaupið

Ashton Kutcher er launahæstur sjónvarpsleikara í Bandaríkjunum.
Ashton Kutcher er launahæstur sjónvarpsleikara í Bandaríkjunum. PictureGroup / Rex Features

Þrátt fyrir að umtalað ástarlíf geri honum ef til vill lífið leitt getur Ashton Kutcher í öllu falli glaðst yfir góðu gengi á framabrautinni. Er hann hæst launaði karlleikarinn í sjónvarpsþáttaseríu samkvæmt nýjum lista Forbes-tímaritsins.

Samkvæmt lista Forbes þénaði Kutcher 24 milljónir dala á tímabilinu maí 2011 til maí 2012. Fjárhæðina fékk hann fyrir vinnu sína í þáttunum Two And A Half Men en hann gekk upphaflega til liðs við þættina í kjölfar þess að Charlie Sheen var sagt upp störfum. Munaði 16 milljónum dala á þeim kumpánum á síðasta ári, Sheen í vil. Nær Sheen ekki inn á topp tíu listann í ár þrátt fyrir nýjan þátt.

Næstir á eftir Kutcher á lista komu House-hetjan Hugh Laurie og Ray Romanov, fyrir þáttinn Men of a Certain Age, en báðir þénuðu þeir 18 milljónir dala á tímabilinu. Aðrir sem náðu inn á topp-tíu-listann voru m.a. Alec Baldwin fyrir 3D Rock, Tim Allen fyrir Last man Standing, Jon Cryer úr Two And A Half Men og þeir Jim Parsons og Jonnny Galecki úr The Big Bang Teory.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ráð að hugsa um framtíðina og íhuga hvar þú vilt vera eftir fimm ár. Settu þér markmið, skrifaðu þau niður og hafðu fyrir augunum alla daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ráð að hugsa um framtíðina og íhuga hvar þú vilt vera eftir fimm ár. Settu þér markmið, skrifaðu þau niður og hafðu fyrir augunum alla daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach