Sló heimilislausan mann

Gene Hackman sló heimilislausan mann í Santa Fe á dögunum.
Gene Hackman sló heimilislausan mann í Santa Fe á dögunum. AP

Óskarsverðlaunahafinn Gene Hackman hefur sætt gagnrýni fyrir að slá heimilislausan mann á götu í Santa Fe nú nýverið.

Staðfesti leikarinn atvikið í samtali við slúðursíðuna TMZ.com en sagði jafnframt að hann hefði verið að verja heiður eiginkonu sinnar eftir að fórnarlambið fór um hana og þau hjónin ókvæðisorðum.

Höfðu hinn 82 ára gamli Hackman og Betsy Arakawa, eiginkona hans, verið á göngu í sakleysi sínu þegar heimilislaus maður kom að þeim og fór að hafa sig í frammi með miður fallegum orðum. Þegar maðurinn færði sig enn frekar upp á skaftið tók leikarinn sig til og sló til hans. Héldu hjónin að svo búnu áfram göngu sinni. Sá heimilislausi fór hins vegar beint til næstu lögreglu þar sem hann tilkynnti atvikið.

Að sögn lögreglunnar  er ólíklegt að til frekari aðgerða verði gripið í málinu. Enginn slasaðist auk þess sem ekki er vitað hvar sá heimilislausi er niðurkominn. Þá hefur hann hefur ekkert látið í sér heyra enda eflaust með fátt sér til málsbóta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að vita ekkert er betra en að vita eitthvað sem ekki stenst. Hve er sinnar gæfu smiður og enginn hefur rétt til þess að ráðskast með þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að vita ekkert er betra en að vita eitthvað sem ekki stenst. Hve er sinnar gæfu smiður og enginn hefur rétt til þess að ráðskast með þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir