Komust áfram í þáttinn

SkjárEinn og mbl.is auglýstu á dögunum eftir þátttakendum í Ljósmyndakeppni Íslands en það er þáttur sem Stórveldið framleiðir fyrir SkjáEinn og verður sýndur eftir áramót. Vel yfir 1100 innsendingar bárust og greinilegt að ófáir Íslendingar kunna að munda myndavélina og geta vel hugsað sér að láta ljós sitt skína á SkjáEinum.

Þátttakendur sendu á fjórða þúsund myndir í keppnina en farið var fram á að hver og einn sendi myndaröð þriggja mynda í þemunum Fjall, Rautt og Portrett sem lýsir gleði.

Þessir átta þátttakendur eru komnir áfram í sjónvarpsþáttinn og þurfa að sýna sig og sanna fyrir dómurum þáttanna Páli Stefánssyni og Hallgerði Hallgrímsdóttur ljósmyndurum:

Ingrid Karis fyrir samnefnda myndaröð, Guðbjörg Halldórsdóttir myndaröðina Grár, Ada Subocz fyrir myndaröðina as, Hulda Vigdísardóttir fyrir Myndir, Jóhann Smári Karlsson fyrir Eintóm gleði, Oddvar Örn Hjartarson fyrir samnefnda myndaröð, Snorri Björnsson fyrir samnefnda myndaröð, Helgi Snær Ómarsson fyrir vol 2.

SkjárEinn, Stórveldið og mbl.is þakkar öllum þeim sem sýndu keppninni áhuga og sendu inn myndir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir