Notre Dame laðar ferðamenn að

Notre Dame-kirkjan í París hefur lifað af frönsku byltinguna og tvær heimsstyrjaldir en kirkjan er 850 ára gömul. Mikil vinna liggur í því að halda kirkjunni við enda er búist við því að um 20 milljónir heimsæki Notre Dame á afmælisárinu.

Á morgun verður byrjað að fagna 850 ára afmæli Notre Dame og stendur afmælishátíðin til loka nóvember á næsta ári. Í venjulegu ári heimsækja 14 milljónir kirkjuna en á afmælisárinu er þess vænst að gestir verði 20 milljónir talsins.

Undanfarið hefur verið unnið að því að þrífa og búa kirkjuna betur undir að taka á móti gríðarlegum fjölda ferðamanna. Flestir, ungir sem aldnir, þekkja Notre Dame-kirkjuna, meðal annars vegna sögu Vicorts Hugos um hringjarann Quasimodo.

Notre Dame-kirkjan hefur verið vinsæll áfangastaður allt frá því hornsteinn var lagður að kirkjunni árið 1163 að viðstöddum Alexander III páfa.

Upplýsingar um Notre Dame á Wikipedia

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir