Söngkonan Hera Björk er komin í úrslit söngvakeppninnar Viña del Mar International sem fram fer í Chile á næsta ári. Alls taka sex þátt í úrslitakeppninni.
Keppnin er hluti af árlegri tónlistarhátíð, Viña del Mar International Song Festival, í Quinta Vergara garðinum í Viña del Mar í Chile, dagana 24. febrúar til 1. mars 2013. Hátíðin er elsta og stærsta tónlistarhátíð Suður-Ameríku.
Í fréttatilkynningu kemur fram að margir af vinsælustu tónlistarmönnum heims hafa komið fram á hátíðinni, þ.á m. Sting, Ricky Martin, Gloria Estefan, Donna Summer, Julio Iglesias og Bryan Adams auk hljómsveita á borð við Modern Talking, INXS og REO Speedwagon. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni 2013 eru Elton John og Jonas Brothers.
„Keppnin er keppni á milli landa. Söngvakeppnin verður haldin í Quinta Vergara leikhúsinu, sem tekur 25.000 manns í sæti. Keppnin verður þar að auki send út í sjónvarpi fyrir yfir 70 milljón manns um allan heim.
Keppt er í tveimur flokkum, popptónlist og þjóðlagatónlist. Meðal þeirra sem áður hafa tekið þátt eru söngkonan Shakira, sem lenti í 3. sæti í keppninni árið 1993. S
igurvegari keppninnar 2012 er söngkonan, Denise Faro frá Ítalíu. Hera Björk mun flytja lagið, Because You Can. Höfundar lagsins eru Hera sjálf, Christina Schilling, Camilla Gottschalck, Jonas Gladnikoff og Örlygur Smári,“ segir í tilkynningu.