Dauði Houston kom mest á óvart

Dauði bandarísku söngkonunnar Whitney Houston er sá atburður í heimi fræga fólksins sem kom fólki mest á óvart á árinu sem er að líða. Önnur óvæntasta frétt ársins var játning leikkonunnar Kristen Stewart um að hafa haldið fram hjá kærastanum Robert Pattinson.

Þetta er niðurstaða könnunar Parade Magazine og Yahoo! Fréttir af dauðsfalli Houston fengu um 50% atkvæða.

Houston fannst látin í baðkari á hótelherbergi í Beverly Hills í febrúar.

Játning Stewart fékk 21% atkvæða og þriðja stærsta fréttin í skemmtanaheiminum er af skilnaði Tom Cruise og Katie Holmes en 14% þátttakenda í könnuninni sögðu þá frétt hafa komið mest á óvart.

Í fjórða sæti var svo sú ótrúlega frétt að raunveruleikastjarnan úr þáttunum Jersey Shore, Snooki, væri ólétt og í því fimmta frétt af samkynhneigð sjónvarpsmannsins Andersons Coopers.

Þar á eftir fylgdu fréttir af því að Demi Moore hefði farið í meðferð og loks frétt af því að leikararnir Brad Pitt og Angelina Jolie væru loksins trúlofuð.

Þátttakendur könnunarinnar voru einnig spurðir að því hver væri heimsins kynþokkafyllsti karl, hver væri eftirlætis bók þeirra og brúðkaupi hvaða stjarna þeir hlökkuðu mest til að fylgjast með.

Ekki þarf að koma á óvart að Ryan Gosling var valinn heimsins kynþokkafyllsti karl, bókin 50 gráir skuggar er vinsælasta bókin og flestir bíða brúðkaups Jennifer Aniston og Justin Theroux með eftirvæntingu.

Könnunin var framkvæmd í haust og því hugsanlegt að eitthvað hafi breyst í huga fólks en í henni tóku yfir 56 þúsund manns þátt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup