Anna María vinnur haustsýningu Hafnarborgar

Anna María Bogadóttir.
Anna María Bogadóttir.

 Við opnun sýninga í Hafnarborg í dag var tilkynnt að tillaga Önnu Maríu Bogadóttur arkitekts hefði verið valin haustsýning Hafnarborgar árið 2013. Síðastliðið haust var í þriðja sinn kallað eftir tillögum sýningarstjóra sem áhuga hafa á að vinna sýningu inn í rými safnsins og luma á áhugaverðum hugmyndum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnarborg.

 Með verkefninu vill Hafnarborg skapa farveg fyrir áhugaverðar hugmyndir um leið og safnið verður vettvangur þar sem myndlist fær notið sín mótuð af fjölbreyttum viðhorfum og viðfangsefnum. Sérstaklega er hugað að verkefnum frá sýningarstjórum með stuttan ferli að baki en þannig styrkist Hafnarborg sem áræðinn vettvangur myndlistar. Áður hafa verið settar upp sem hluti af sama verkefni sýningar Ólafar Gerðar Sigfúsdóttur mannfræðings, Í bili, haustið 2011 og sýning Guðna Tómassonar listsagnfræðings, SKIA, haustið 2012.

 Í haust bárust 12 tillögur sem uppfylltu sett skilyrði og valdi listráð ásamt einum gesti og forstöðumanni þrjár tillögur til frekari skoðunar. Það voru tillögur þeirra Linu Kruopyte sýningarstjóra sem starfar í Svíþjóð, Hugsteypunnar, samstarfsverkefni Þórdísar Jóhannesdóttur og Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur myndlistarmanna og tillaga Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekts og menningarfræðings. Höfundar tillaganna þriggja eiga að baki ólíkan náms- og starfsferil sem tengist myndlist, listfræði, byggingarlist og menningartengdum verkefnum.

 Tillögurnar voru allar áhugaverðar en það var tillaga Önnu Maríu Bogadóttur sem varð fyrir valinu. Hugmynd hennar byggist á því að skoða hinn óræða og margslungna þröskuld sýningarrýmisins eins og hann birtist í Hafnarborg. Opinbert rými og menningarstofnunin sem hluti af samfélaginu skapa í senn viðfang sýningarinnar, efni og umgjörð. Hugmynd Önnu Maríu miðar að því að skoða staðbundið samhengi um leið og vísað er til spurninga um áhrif og mörk sýningarrýmisins.

 Anna María Bogadóttir er arkitekt og menningarfræðingur auk þess að hafa hlotið M.Sc. gráðu í upplýsingatækni. Hún lauk meistaraprófi í arkitektúr frá Columbia University árið 2009 og hefur unnið á arkitekta- og borgarhönnunarstofum í New York og Miami. Anna María fæst nú við hönnun,  ráðgjöf og rannsóknir á borgarumhverfi auk kennslu við Listaháskólann og Háskóla Íslands. Á árunum 1998-2005 starfaði Anna María meðal annars við framkvæmda-, og sýningastjórn hjá Íslensku óperunni, Menningarnótt í Reykjavík og Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Anna María er annar eigandi ÚRBANISTAN tilraunastofu sem var stofnuð árið 2004. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir