Depardieu kominn með belgískt ökuskírteini

Gérard Depardieu mun leika Dominique Strauss-Kahn
Gérard Depardieu mun leika Dominique Strauss-Kahn AFP

Ekkert lát ætlar að verða á sápuóperunni í kringum franska, eða rússneska, leikarann Gérard Depardieu. Það nýjasta er að hann er kominn með belgískt ökuskírteini. Í síðustu viku mætti leikarinn ekki fyrir dómara í París en þar átti hann að svara til saka fyrir ölvunarakstur.

Ekki er langt síðan Depardieu fékk rússneskt vegabréf og var það forseti Rússlands, Vladimír Pútín, sem sá til þess svo Depardieu myndi losna við að greiða hátekjuskatt í Frakklandi.

Belgíska blaðið Nord Eclair greinir frá því að leikarinn hafi sótt ökuskírteinið í bænum Estampuis hinn 10. janúar sl. en Depardieu keypti nýverið hús í bænum. Í fréttinni kemur fram að hann hafi boðið starfsfólki í ráðhúsi bæjarins nokkrar vínflöskur að gjöf en um eigin uppskeru er að ræða af vínekrum hans í Loire-dalnum.

Samkvæmt blaðinu getur Depardieu, 64 ára, notað belgíska ökuleyfið þó svo að hann verði sviptur því franska fyrir ölvunarakstur. Depardieu var handtekinn af lögreglu í París í nóvember eftir að hann hafði dottið af mótorhjóli sínu. Í ljós kom að hann var ölvaður undir stýri og þetta var í þriðja skiptið sem hann var stöðvaður fyrir ölvunarakstur.

Depardieu átti að mæta fyrir dómara í París 8. janúar en mætti ekki þar sem hann var í Svartfjallalandi vegna kvikmyndar sem hann mun leika í. Í myndinni mun hann fara með hlutverk fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn. Að sögn Depardieu lét hann vita af því fyrirfram að hann myndi ekki mæta fyrir réttinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka