Aðdáendur yfirgefa Armstrong

Það voru vonsviknir fyrrverandi aðdáendur bandaríska hjólreiðamannsins Lance Armstrongs sem gengu út úr hjólabúð í heimabæ Armstrongs í gærkvöldi eftir að hafa horft á fyrrverandi átrúnaðargoð sitt játa ólöglega lyfjanotkun.

Fjölmargir hjólareiðamenn og fyrrverandi aðdáendur Armstrongs komu saman í gærkvöldi og fylgdust með viðtali sem Oprah Winfrey tók við hann.

Voru þeir afar ósáttir við hetjuna sína fyrrverandi þegar hann játaði að hafa misnotað lyf til þess að ná árangri í hjólreiðakeppnum.

Með játningunni er loks lokið margra ára umfjöllun um hvort Armstrong hafi misnotað lyf í keppnum en enginn hjólreiðamaður hefur náð jafngóðum árangri og hann í sögunni.

Armstrong játaði fyrir Winfrey í gærkvöldi að hann hefði neytt ólöglegra lyfja í öllum þeim sjö Tour de France-keppnum sem hann vann á ferlinum.

Bandaríska lyfjaeftirlitið úrskurðaði á liðnu ári að Armstrong hefði notað bönnuð lyf á hjólreiðaferli sínum. Alþjóðahjólreiðasambandið (UCI) samþykkti niðurstöðu lyfjaeftirlitsins og ákvað að setja Armstrong í lífstíðarbann frá keppni í hjólreiðum. Auk þess var hann sviptur titlum fyrir sjö sigra í Frakklandsreiðinni (Tour de France). Fyrir viðtalið hafði Armstrong haldið fram sakleysi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir