Yfirgefur Hollywood fyrir börn

Mila Kunis segist vilja eignast börn og vera til staðar …
Mila Kunis segist vilja eignast börn og vera til staðar fyrir þau. mbl.is/AFP

Mila Kunis segist munu yfirgefa Hollywood ef og þegar hún eignast börn. Segir hún leiklistina fallvalt og ekki hægt að láta hamingjuna ráðast af framanum einum saman.

„Ég vil verða móðir sem er á svæðinu. Foreldrar mínir unnu báðir fulla vinnu á meðan ég var að alast up. Ég er aldrei á sama staðnum lengur en tvo mánuði í einu, svo hvernig ætti ég að ala upp fjölskyldu þannig,“ segir leikkonan í viðtali við nýjasta tölublað karlabiblíunnar Playboy.

Segist leikkonan, sem á sem kunnugt er í ástarsambandi við leikarann Ashton Kutcher, gjarnan vilja eignast börn, þó ekki endilega strax. Sér hún ekki fyrir sér að leiklistarferillinn verði eilífur.

„Þótt það [barneignir] þýddi að ég gerði eina kvikmynd á ári, þ.e.a.s. ef fólk vildi enn sjá mig og ráða í vinnu á þeim tímapunkti, þá bara frábært. Ég get ekki látið hamingju mína ráðast af einhverju svo hverflyndu,“ sagði leikkonan ákveðin.

Næst má sjá Milu í myndinni Oz The Great And Powerful. Annars hermir blaðið að leikkonan sé yfir sig ástfangin af Kutcher en parið hafði þekkst í yfir 15 ár þegar það náði saman í fyrra. Samkvæmt Us Weekly hófu þau nú nýverið sambúð og eru hæstánægð með lífið og tilveruna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ráð að hugsa um framtíðina og íhuga hvar þú vilt vera eftir fimm ár. Settu þér markmið, skrifaðu þau niður og hafðu fyrir augunum alla daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ráð að hugsa um framtíðina og íhuga hvar þú vilt vera eftir fimm ár. Settu þér markmið, skrifaðu þau niður og hafðu fyrir augunum alla daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach