Hugleikur: Eins og draugarnir rísi upp

Hugleikur Dagsson við listaverkið Frá Stykkishólmi eftir Þórarinn B. Þorláksson.
Hugleikur Dagsson við listaverkið Frá Stykkishólmi eftir Þórarinn B. Þorláksson.

Listaverkið Frá Stykkishólmi eftir Þórarinn B. Þorláksson er uppáhaldsverk Hugleiks Dagssonar á sýningunni Flæði.

Listasafn Reykjavíkur hefur leitað til þjóðþekktra einstaklinga og beðið þá að velja sér uppáhaldsverkið sitt á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum og segja gestum á sýningunni frá því á hverjum fimmtudegi kl. 12.15. Hugleikur Dagsson myndasöguhöfundur valdi verkið Frá Stykkishólmi (1904) eftir Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) á Kjarvalsstöðum í dag.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Ég valdi þetta verk því mér fannst þetta einfaldlega flottasta verkið á sýningunni, ég gekk nokkra hringi um salinn til að fullvissa mig um það,“ segir Hugleikur. “Það er hvort í senn ævintýralegur og draugalegur blær yfir myndinni og sögur eftir Tolkien koma upp í hugann, þjóðsögurnar og goðsögur. Það er jafnvel eins og draugarnir rísi upp þá og þegar. Myndin sýnir íslenska veðrið vel, himininn er grár og grár blámi yfir landinu. Verkið  gæti líka sýnt okkur hvernig Ísland leit út áður en nokkur sála steig fæti sínum á landið en út á sjó glittir hins vegar í skip sem í mínum huga er víkingaskip. Myndin er yfir 100 ára og ég virðist alltaf heillast mest af íslenskri myndlist frá þeim tíma. Þetta er mynd sem ég vildi hafa heima í stofu.“

Listasafn Reykjavíkur keypti listaverkið Frá Stykkishólmi (1904) af einstaklingi árið 1998.  Verkið er olíuverk á plötu.

Fyrstur til að nema málaralist erlendis

Þórarinn B. Þorláksson (18671924) var fyrstur Íslendinga til að nema málaralist erlendis. Hann hélt fyrstu eiginlegu málverkasýninguna á Íslandi árið 1900 og var fyrsti listmálarinn sem hlaut opinbera styrki hér á landi. Þórarinn málaði aðallega landslagsmyndir og var fyrsti íslenski málarinn sem einsetti sér að túlka íslenska náttúru á Þingvöllum. Hann lagði áherslu á andrúmsloft kyrrðar í verkum sínum sem hann kallaði fram með sléttum vatnsflötum, lognstillu og bláma sumarnæturinnar.
Þórarinn átti drjúgan þátt í uppbyggingu myndlistarlífs á Íslandi, m.a. sem teiknikennari og framámaður í Listvinafélagi Íslands. Hann er ásamt Ásgrími Jónssyni, Jóhannesi Kjarval og Jóni Stefánssyni talinn til frumkvöðlanna fjögurra í íslenskri myndlist.

 Þórarinn lærði upphaflega bókbandsiðn en fékk jafnframt tilsögn í dráttlist hjá frú Þóru Thoroddsen. Síðar hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann stundaði málaranám í Konunglegu listakademíunni í fjóra vetur en þá fór hann í framhaldsnám í einkaskóla danska málarans Haralds Frederiks Foss. Þórarinn flutti aftur til Íslands árið 1902.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson