Hera Björk sigraði

Hera Björk á sviðinu í Sile.
Hera Björk á sviðinu í Sile.

Hera Björk Þórhallsdóttir vann verðlaunin lag ársins í Vina del Mar söngvakeppninni í Síle, en það eru stærstu verðlaun keppninnar.

Hera mun syngja aftur á morgun á hátíðinni í beinni útsendingu í sjónvarpi fyrir 100 milljón áhorfendur og í fyrsta skipti án dómnefndar.

„Þetta er frábært fyrir mig og viðurkenning á því að ég eigi að halda áfram að gera tónlist og gefa út,“ sagði Hera Björk á blaðamannafundi eftir keppnina.

Sigurlagið heitir Because You Can, en það hefur hljómað mikið í útvarpi á spænsku undanfarna daga.

Hera mun koma heim til Íslands á miðnætti aðfaranótt mánudags. „Þetta eru búnar að vera ótrúlegar 2 vikur en nú er vinnan rétt að byrja. Það þarf í nýta þetta tækifæri. Það er ekki nóg að taka bara mávinn heim!“

Hera við hlið mávsins, verðlaunagrips keppninnar.
Hera við hlið mávsins, verðlaunagrips keppninnar.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir