Hera Björk Þórhallsdóttir vann verðlaunin lag ársins í Vina del Mar söngvakeppninni í Síle, en það eru stærstu verðlaun keppninnar.
Hera mun syngja aftur á morgun á hátíðinni í beinni útsendingu í sjónvarpi fyrir 100 milljón áhorfendur og í fyrsta skipti án dómnefndar.
„Þetta er frábært fyrir mig og viðurkenning á því að ég eigi að halda áfram að gera tónlist og gefa út,“ sagði Hera Björk á blaðamannafundi eftir keppnina.
Sigurlagið heitir Because You Can, en það hefur hljómað mikið í útvarpi á spænsku undanfarna daga.
Hera mun koma heim til Íslands á miðnætti aðfaranótt mánudags. „Þetta eru búnar að vera ótrúlegar 2 vikur en nú er vinnan rétt að byrja. Það þarf í nýta þetta tækifæri. Það er ekki nóg að taka bara mávinn heim!“