Margrét Stella vann Söngkeppni Samfés

Margrét Stella Kaldalóns úr félagsmiðstöðinni Frosta sigraði í Söngkeppni Samfés sem fór fram í Laugardalshöll í dag. Margrét Stella söng lagið Ást í leynum. Lagið heitir upprunalega Uncover í flutningi Zara Larson.

Í öðru sæti lenti Guðrún Ólafsdóttir úr Bústöðum með lagið Vetrarnætur sem er frumsamið. Félagsmiðstöðvarnar Þróttheimar, Óríion og 105 skiptu með sér þriðja til fimmta sæti. Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir úr Þróttheimum söng lagið Stay, Hrafnhildur Kristín Jóhannesdóttir úr Óríon söng lagið Umvafin englum og Laufey Lin úr félagsmiðstöðinni 105 söng lagið Titanium.

Dómnefndin var skipuð Ragnheiði Gröndal, Berglindi Björk Jónasdóttur, Pétri Erni Guðmundssyni, Stefaníu Svavarsdóttur og Gísla Magnasyni.

Þrjátíu atriði voru í keppninni, undankeppnir fóru fram í öllum landshlutum og bestu söngvararnir og söngkonurnar voru valin til þátttöku. Flest laganna voru flutt af ungum hljóðfæraleikurum og mörg þeirra voru frumsamin.

Söngkeppni Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi er hluti af SamFestingnum – stærstu unglingaskemmtun landsins. Rúmlega 3.000 áhorfendur fylgdust með þrjátíu bestu söngatriðum landsins í dag en í gærkvöldi fylltu 4.500 unglingar höllina og fylgdust með tónleikum með helstu hljómsveitum landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar