Valið kom Hrefnu sjálfri á óvart

Hrefna Sætran sést hér benda á sitt eftirlætisverk en það …
Hrefna Sætran sést hér benda á sitt eftirlætisverk en það er dökka mjóa verkið á myndinni

Hrefna Sætran matreiðslumaður valdi verkið Sprautumynd (1963) eftir Sverri Haraldsson (1930-1985) sem sýna eftirlætismynd á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum í dag.

Hrefna sagði þetta m.a. á Kjarvalsstöðum í dag um ástæður fyrir vali sínu á verkinu:

„Vanalega er ég hrifnust af litríkum myndum með fólki og jafnvel dýrum en þegar ég kom inn á sýninguna Flæði var litadýrðin slík að ég fór alveg hina áttina og valdi einfalt, abstrakt verk. Valið kom sjálfri mér svolítið á óvart, en ég er virkilega ánægð með það. Mér finnst verkið virkilega fallegt og það myndi sóma sér vel heima hjá mér eða jafnvel á Grillmarkaðnum, veitingastaðnum mínum. Myndin gefur líka ímyndunaraflinu lausan tauminn og það er hægt að sjá ýmsar kynjamyndir út úr ljósbrotinu sem er málað á það.“

Málverkið, Sprautumynd (1963) er olía á tré. Verkið fór á uppboð hjá Gallerí Borg árið 1995 en seldist ekki. Listasafn Reykjavíkur keypti verkið að uppboði loknu. Verkið hefur m.a. hangið á skrifstofu Sorpu í Gufunesi.  

Sverrir Haraldsson fæddist í Vestmannaeyjum árið 1930. Hann fór 16 ára til Reykjavíkur  og stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum frá 1946-1949. Hann dvaldi við nám í París frá 1952-1953 og fór síðar til Berlínar og stundaði þar nám frá 1957- 1960.

Sverrir hélt fyrstu einkasýningu sína árið 1952 í Listamannaskálanum og var einn af brautryðjendum í formbyltingu meðal listamanna hér á landi. Auk listmálunar stundaði Sverrir útskurð í tré og fékkst við myndlistarkennslu.

Fyrri eiginkona Sverris var Sigrún Gunnlaugsdóttir. Síðar giftist hann Steinunni Marteinsdóttur leirlistakonu. Þau keyptu bóndabæinn Hulduhóla í Mosfellsbæ þar sem þau útbjuggu listastofur og íbúðarhús ásamt því að stunda búskap. Húsið og umhverfi þess var sjónrænt ævintýri. Garðurinn var stærsta listaverk Sverris en hann sagðist þó vona að það yrði ekki talið hans besta verk. Hann lést árið 1985 aðeins 54 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir