Andri Snær valdi Hraunteiga við Heklu

Andri Snær Magnason við Hraunteiga við Heklu. Verkið er olíumálverk …
Andri Snær Magnason við Hraunteiga við Heklu. Verkið er olíumálverk frá 1930 og var gjöf til Reykjavíkurborgar árið 1955.

Andri Snær Magna­son rit­höf­und­ur valdi verkið Hraun­teig­ar við Heklu (1930) eft­ir Jón Stef­áns­son (1881-1962) á sýn­ing­unni Flæði á Kjar­vals­stöðum í dag.

Lista­safn Reykja­vík­ur hef­ur leitað til þjóðþekktra ein­stak­linga og beðið þá að velja sér upp­á­halds­verk á sýn­ing­unni  á hverj­um fimmtu­degi kl. 12:15, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Lista­safni Reykja­vík­ur.

Þau sem hafa nú þegar valið verk vik­unn­ar eru auk Andra Jón Gn­arr, Guðrún Ásmunds­dótt­ir, Hug­leik­ur Dags­son, Hrefna Sætr­an og Stein­unn Sig­urðardótt­ir. Ein­ar Bárðar­son for­stöðumaður Höfuðborg­ar­stofu vel­ur sér upp­á­halds­verk á Flæði þann 4. apríl. Alls hafa um 330 verk verið sett upp á sýn­ing­unni Flæði frá því hún opnaði 2. fe­brú­ar. Sýn­ing­in er sí­breyti­leg og hef­ur tekið mikl­um breyt­ing­um frá opn­un.  

Andri Snær Magna­son sagði þetta meðal ann­ars um verkið á Kjar­vals­stöðum í dag:
 
„At­b­urðir síðustu daga fengu mig til að velja Hraun­teiga við Heklu eft­ir Jón Stef­áns­son sem er einn af frum­herj­um ís­lenskr­ar mynd­list­ar. Jón sá feg­urðina í ís­lensku lands­lagi en hann benti m.a. á að það væri eins og nak­inn lík­ami. Hann sá nátt­úr­una í öðru ljósi en Íslend­ing­ar gerðu á fyrri hluta síðustu ald­ar. Jón færði ásamt Kjar­val og fleiri meist­ur­um feg­urð auðnanna í mynd­mál. Þess­ir lista­menn, fönguðu nátt­úru­sýn. Sýn sem marg­ir Íslend­ing­ar hafa nú til dags og nátt­úru­vernd­ar­bar­átta hef­ur snú­ist um síðustu ár. Mig lang­ar að setja þetta í annað sam­hengi en fyr­ir nokkr­um árum bjó Bjarni Helga­son mynd­list­armaður til mynd­skeið í tengsl­um við nátt­úru­vernd­ar­bar­áttu þar sem hann drekkti  mynd­inni Hraun­teig­ar við Heklu tákn­rænt þ.e. þannig að hraun­teig­arn­ir sukku. Sam­svar­andi mynd­skeið hef­ur verið gert um Gálga­hraunið hans Kjar­vals. Mynd­stef var ekki sátt við þessa meðhöndl­un og sendi harðort skeyti um að með því væri verið að brjóta á sæmd­ar­rétti höf­und­ar. Það sem er at­hygl­is­vert við þetta er að eft­ir­mynd­in er þannig var­in en ekki frum­mynd­in eða sjálf nátt­úr­an.“



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það sem þú þarfnast til að vaxa í átt að óskum þínum, birtist þér nú um morguninn. Veittu því athygli hvernig þú kemur fram við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það sem þú þarfnast til að vaxa í átt að óskum þínum, birtist þér nú um morguninn. Veittu því athygli hvernig þú kemur fram við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka