Keppandi í Survivor lést við tökur

Gerald Babin var 25 ára.
Gerald Babin var 25 ára.

Framleiðslu á raunveruleikaþáttunum Survivor í Frakklandi hefur verið hætt eftir að einn keppandinn lést á fyrsta tökudegi. Í frétt Sky sjónvarpsstöðvarinnar segir að maðurinn hafi fengið hjartaáfall en verið var að taka þættinum upp á eyju við Kambódíu.

Gerald Babin, 25 ára, veiktist á föstudag á fyrsta tökudekinum á eyjunni. Að sögn framleiðenda þáttanna kvartaði hann yfir krampa í einni af þrautunum sem keppendur voru að taka þátt í. Hann fékk þegar í stað læknisaðstoð.

Babin var svo fluttur á sjúkrahús en lést þar.

Lögreglan segir að hann hafi látist úr hjartaáfalli og því verði málið ekki rannsakað frekar.

Franska fréttastofan TF1 segir að Babin hafi líkt og aðrir keppendur undirgengist læknisskoðun áður en hann var valinn til þátttöku í þáttunum.

Til stóð að tökulið og þátttakendur myndu verja næstu fimm mánuðum á eyjunni. En nú eru þátttakendur þegar komnir til síns heima.

Árið 2009 lést 53 ára þátttakandi í búlgörsku útgáfu Survivor-þáttanna við tökur á Filippseyjum. það sama ár drukknaði 32 ára þátttakandi í pakistönsku útgáfunni á Taílandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir