„Rjómagagnrýni gerir engum gagn“

Keppendur í Ljósmyndakeppni Íslands.
Keppendur í Ljósmyndakeppni Íslands. Styrmir Kári

Nýr íslenskur veruleikaþáttur, Ljósmyndakeppni Íslands, hefur göngu sína á Skjá einum í kvöld kl. 21.30. Þar glíma átta áhugaljósmyndarar um vegleg verðlaun en einn keppandi fellur úr leik í hverjum þætti uns þrír standa eftir í úrslitaþættinum.

„Þetta er æðislegur hópur, einlægur og skemmtilegur,“ segir Hallgerður Hallgrímsdóttir, listakona og ljósmyndari, sem er annar aðaldómara í keppninni ásamt Páli Stefánssyni ljósmyndara. „Keppendur eru bæði ólíkir sem karakterar og ljósmyndarar og komu okkur sífellt á óvart meðan á tökum stóð.“

Þema er í hverjum þætti og segir Hallgerður það hafa átt misjafnlega vel við keppendur. Þema kvöldsins er portrett. „Við settum mikla pressu á keppendur, bæði er tímapressa og svo fá þeir bara tíu smelli í hverri töku og hálftíma til að fótósjoppa.“

Búið er að taka upp alla þættina nema úrslitaþáttinn sem Hallgerður segir sniðugt; þá þurfi ekki að halda úrslitum leyndum. Það getur reynst þrautin þyngri í litlu samfélagi. Hún hefur séð hluta af efninu og líst afar vel á. „Við renndum blint í sjóinn en þetta svínvirkar sem sjónvarpsefni. Er eiginlega alveg æsispennandi. Hjartað í mér sló alla vega hraðar.“

Þættirnir voru teknir upp í nóvember síðastliðnum og segir Hallgerður hópinn oftar en ekki hafa lent í vondu veðri. Fyrir vikið reyndi enn frekar á keppendur.

Erum bara við sjálf

Spurð hvort þau Páll séu grimmir dómarar skellir Hallgerður upp úr. „Það er ekkert elsku mamma hjá okkur,“ segir hún. „Rjómagagnrýni gerir engum manni gagn og þess vegna segjum við það sem okkur finnst. Við settum okkur ekki í neinar stellingar, erum bara við sjálf. Annars er best að áhorfendur dæmi frammistöðu okkar.“

Valinkunnir ljósmyndarar munu aðstoða við val á bestu ljósmyndum Íslands, þau Ari Magg, Sissa, Ari Sigvalda, Katrín Elvarsdóttir og Spessi sem er gestadómari í kvöld.

Að dómi Hallgerðar ætti almenningur að hafa gagn og gaman af þáttunum, auk spennandi keppni er nefnilega hægt að fræðast heilmikið um ljósmyndun og auka þar með sitt eigið myndlæsi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir