Sendu inn sófa-mynd

Keppni er hafin á mbl.is um bestu sófa-myndina og stendur til 3. apríl.

Í síðustu viku var þemakeppni um portrett-mynd og yfir fimm hundruð ljósmyndir voru sendar inn í þá keppni. Þema í keppni yfirstandandi viku er sófi. Páll Stefánsson dómari í Ljósmyndakeppni Íslands lýsir stuttlega verkefninu sófa-mynd í myndbandinu sem fylgir.  Frestur til að senda inn sófa-myndir er 3. apríl en vinningsmyndin verður sýnd í sjónvarpsþætti með sama þema 4. apríl á SkjáEinum.


Í tengslum við Ljósmyndakeppni Íslands efnir mbl.is til nokkurra ljósmyndakeppna á vefnum. Vikulega er sýndur þáttur í samnefndri sjónvarpsþáttaröð á SkjáEinum og þema þáttar vikunnar er þema ljósmyndakeppninnar á mbl.is. 

Þátttaka í þemakeppnum á mbl.is er öllum opin. Vinningsmynd í hverri þemakeppni verður birt í sjónvarpsþættinum auk þess sem sigurvegari hlýtur Canon myndavél að launum.

Síða ljósmyndakeppninnar á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir