Þóra valdi börnin

Þóra Arnórsdóttir valdi verkið Börn eftir Barböru Árnason
Þóra Arnórsdóttir valdi verkið Börn eftir Barböru Árnason

Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona valdi verkið Börn að leik eftir Barböru Árnason  á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum í dag.

Listasafn Reykjavíkur hefur leitað til hóps fólks og beðið það um að velja sér uppáhaldsverkið sitt á sýningunni og segja gestum frá því í hádeginu á fimmtudögum.

Þóra sagði m.a. þetta í dag á Kjarvalsstöðum um ástæður fyrir vali sínu. „Mér finnst mikill heiður að fá að velja verk vikunnar á Flæði en það var ekki auðvelt enda mikið úrval af verkum á sýningunni. Ég var með þrjú verk í huga, öll eftir konur, en endaði á að velja þetta verk því mér finnst það hafa beina skírskotun í atburði líðandi stundar.

 Á myndinni eru strákar í litríkum klæðnaði sem þenja sig við hvorn annan. Þeir raða sér illúðlegir á svip á vinstri og hægri kantinn og eru tilbúnir í hanaslag, enda hanga hanarnir yfir hausamótunum á þeim. Það er líka vorstemning yfir myndinni og einhver suðrænn blær, jafnvel hiti. Þetta er síðan hægt að tengja við kosningaslaginn sem stendur yfir nú á vormánuðum. Stjórnmálamennirnir hafa klætt sig í skrautklæðnað líkt og drengirnir á myndinni og berjast um hylli og atkvæði kjósenda. 

Ég var frekar undrandi þegar ég sá að myndin heitir Börn að leik því í mínum huga var ég búin að nefna hana Hanaslag.“

Um listamanninn:

Barbara Moray Williams Árnason (1911-1975) var nokkuð áberandi í íslenskri myndlist á 4. og 5. áratugnum. Hún fæddist og ólst upp í Englandi og nam við Royal College of Art í London. Hún myndskreytti enska útgáfu Íslendingasagna og kom til Íslands í kjölfarið eða árið 1936. Barbara kynntist listmálaranum Magnúsi Á. Árnasyni í þeirri ferð sem varð eiginmaður hennar ári síðar. Hún bjó hér á landi upp frá því.  

Barbara fékkst við aðallega við myndskreytingar í upphafi en jafnframt liggur gífurlegur fjöldi verka eftir hana sem er unnin í ólíkan efnivið, teikningar, grafíkverk, olíu – og vatnslitamálverk og vefnaður. Stíll hennar var ólíkur því sem þekktist meðal íslenskra listamanna en naut hún þó mikilla vinsælda.

Verkið, Börn að leik (1952) er olía á masónítplötu. Á bakhlið verksins hefur listakonan verið byrjuð á öðru verki. Listasafn Reykjavíkur keypti verkið árið 1987.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir