Þóra valdi börnin

Þóra Arnórsdóttir valdi verkið Börn eftir Barböru Árnason
Þóra Arnórsdóttir valdi verkið Börn eftir Barböru Árnason

Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona valdi verkið Börn að leik eftir Barböru Árnason  á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum í dag.

Listasafn Reykjavíkur hefur leitað til hóps fólks og beðið það um að velja sér uppáhaldsverkið sitt á sýningunni og segja gestum frá því í hádeginu á fimmtudögum.

Þóra sagði m.a. þetta í dag á Kjarvalsstöðum um ástæður fyrir vali sínu. „Mér finnst mikill heiður að fá að velja verk vikunnar á Flæði en það var ekki auðvelt enda mikið úrval af verkum á sýningunni. Ég var með þrjú verk í huga, öll eftir konur, en endaði á að velja þetta verk því mér finnst það hafa beina skírskotun í atburði líðandi stundar.

 Á myndinni eru strákar í litríkum klæðnaði sem þenja sig við hvorn annan. Þeir raða sér illúðlegir á svip á vinstri og hægri kantinn og eru tilbúnir í hanaslag, enda hanga hanarnir yfir hausamótunum á þeim. Það er líka vorstemning yfir myndinni og einhver suðrænn blær, jafnvel hiti. Þetta er síðan hægt að tengja við kosningaslaginn sem stendur yfir nú á vormánuðum. Stjórnmálamennirnir hafa klætt sig í skrautklæðnað líkt og drengirnir á myndinni og berjast um hylli og atkvæði kjósenda. 

Ég var frekar undrandi þegar ég sá að myndin heitir Börn að leik því í mínum huga var ég búin að nefna hana Hanaslag.“

Um listamanninn:

Barbara Moray Williams Árnason (1911-1975) var nokkuð áberandi í íslenskri myndlist á 4. og 5. áratugnum. Hún fæddist og ólst upp í Englandi og nam við Royal College of Art í London. Hún myndskreytti enska útgáfu Íslendingasagna og kom til Íslands í kjölfarið eða árið 1936. Barbara kynntist listmálaranum Magnúsi Á. Árnasyni í þeirri ferð sem varð eiginmaður hennar ári síðar. Hún bjó hér á landi upp frá því.  

Barbara fékkst við aðallega við myndskreytingar í upphafi en jafnframt liggur gífurlegur fjöldi verka eftir hana sem er unnin í ólíkan efnivið, teikningar, grafíkverk, olíu – og vatnslitamálverk og vefnaður. Stíll hennar var ólíkur því sem þekktist meðal íslenskra listamanna en naut hún þó mikilla vinsælda.

Verkið, Börn að leik (1952) er olía á masónítplötu. Á bakhlið verksins hefur listakonan verið byrjuð á öðru verki. Listasafn Reykjavíkur keypti verkið árið 1987.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka