Latibær frumsýndur í bíó

Fullt var út úr dyr­um þegar frum­sýnd­ir voru  tveir nýir þætt­ir úr þriðju þáttaröðinni af Lata­bæ í Laug­ar­ás­bíó í dag. Sýnd­ur var tvö­fald­ur þátt­ur fyr­ir hlé og svo einn þátt­ur eft­ir hlé.

Íþrótt­álf­ur­inn og Solla stirða tóku á móti gest­um og stóðu fyr­ir of­ur­hetjuæf­ing­um í upp­hafi sýn­ing­ar­inn­ar og tóku öll börn virk­an þátt, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Þætt­irn­ir verða sýnd­ir í bíó­hús­um um land allt næstu vik­ur, en þó í tak­markaðan tíma.

Alls eru þrett­án þætt­ir í nýju serí­unni og hefst sýn­ing á þeim í byrj­un maí á Stöð 2.

Með aðal­hlut­verk í þátt­un­um fara Magnús Scheving, Chloe Lang og Stefán Karl Stef­áns­son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhver atburður verður til þess að gamlar minningar leita aftur á hugann. Samskipti við systkini skipta miklu máli á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhver atburður verður til þess að gamlar minningar leita aftur á hugann. Samskipti við systkini skipta miklu máli á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar