The Powerpuff Girls voru löngu orðin íslenskum ungmennum góðkunnugar þegar Ríkissjónvarpið tók þættina í sýningu undir nafninu Stuðboltastelpurnar. Þættirnir voru einn vinsælasti dagskrárliður Cartoon Network allt frá því þeir hófu göngu sína árið 1998 til síðustu þáttaraðarinnar árið 2005.
Aðalhetjur þáttanna voru þær Blossom, Bubbles og Buttercup sem höfðu sinn einkennislitinn og staðalímyndina hver. Þær urðu til þegar Professor Utonium missti óvart efnablönduna X í pott fullan af sykri, kryddi og öllu því sem er gott. Stúlkurnar eru á leikskóla aldri en eru engu að síður með vinsælli kvenofurhetjum heims og eiga enn í dag aðdáendur á öllum aldri. Þar á meðal er Ringo Star.
Höfundar Stuðboltastelpnanna voru duglegir við að krydda þættina með hinum ýmsu vísunum í poppmenningu og áhrifavalda utan þáttanna. Nokkur slík dæmi má sjá á myndunum hér að ofan.