Daft Punk pakkar upp plötunni

Þá byrjar ballið aftur. Það eru aðeins átta dagar í að nýjasta plata Daft Punk, Random Access Memories, verði sleppt út í fagnandi faðm heimsbyggðarinnar. 
Eins og glöggir lesendur muna gerði franski rafdúettinn í því að stríða aðdáendum sínum með örlitlum glefsum úr sumarsmellinum „Get Lucky“ og ekkert lát virðist vera á stríðni vélmennanna.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá vélmennin taka Random Access Memories fram í allri sinni dýrð og fá áhorfendur að njóta fimmtán sekúndna af nýju Daft Punk lagi. 

Hljómsveitin mun ekki hafa í hyggju að fylgja plötunni eftir með tónleikaferðalagi aðdáendum til mikilla vonbrigða. Monitor hefur hinsvegar ákveðið að taka það sem býðst og krossar í dagatalið fram að 21. maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar