Magabolatrendið heillar

Tískusérfræðingurinn og ofurskvísan Pattra Sriyanonge er einn af níu meðlimum tískubloggsins trendnet.is en þar skrifar hún meðal annars um sínar helstu skoðanir
á straumum og stefnu tískunnar. Stíllinn fékk Pöttru til að segja og sýna lesendum hvaða flíkur er ómissandi að eiga í fataskápnum í sumar.

Hver er Pattra? Lífsglöð manneskja sem lifir í núinu.

Nú býrð þú úti í Danmörku, hvað ertu að gera þar? Ég flutti hingað fyrir ári þegar maðurinn minn gekk til liðs við danskt fótboltalið. Síðan þá hafa mörg vötn runnið til sjávar, nú er ég gift kona og penni á snilldar-trendnet.

Þú ert einn af níu bloggurum trendnet.is, hvernig gengur síðan? Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og dýrmætar en lesendum trendnetsins fjölgar með hverjum deginum. Við erum níu mismunandi einstaklingar í nokkrum löndum, það gerir það að verkum að síðan er mjög fjölbreytileg og ég er svo glöð yfir því að vera partur af svona flottri grúppu.

Er eitthvað spennandi framundan hjá trendnet.is?
Við erum alltaf með eitthvað nýtt á döfinni og reynum ávallt að vera fersk og fremst í tísku og hönnun á Íslandi. Ég hvet ykkur til að fylgjast með þeim nýjungum sem munu eiga sér stað, sumarið verður fjörugt.

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?
Mjög fjölbreytilegur en persónulegur, 70’s - 90’s með rokkaralegu ívafi. Mynstraðar flíkur og fylgihlutir lýsa upp dagana mína.

Hver er mest notaða flíkin í fataskápnum þínum upp á síðkastið? Hippabuxurnar mínar úr H&M sem mér finnst passa vel fyrir flest tilefni.

Hvað er uppáhalds-trendið þitt þessa dagana? Ég hef fílað hvítt á hvítu í nokkur ár og í sumar ætla ég loksins að koma því í framkvæmd. Magabolatrendið heillar og er elegant ef farið er rétt að, fíla það þegar það er retro-fílingur í því. Víðar og lausar buxur sem hafa heltekið fatabúðirnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, dásamlegar sumarbuxur.

Hvar og hvernig ætlar þú að eyða sumrinu? Sumarið mitt byrjar á Bostonferð í heimsókn til góðra vina, síðan verður haldið til yndislega Íslands sem við hjúin ætlum að njóta með okkar „bestustu“. Skemmtilegt að segja frá því að þetta sumar verður brúðkaupssumarið mikla þar sem ég er á leiðinni í hvorki meira né minna en 4 brúðkaup. Það er greinilegt að maður er að eldast!


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir