Til hvers er meyjarhaft?

Masters, Johnson og Kolodny (1982) halda því fram að meyjarhaftið (hymen) gegni engu sérstöku hlutverki. Hins vegar hafi það í tímans rás verið konum mikilvægt að geta fært sönnur á meydóm sinn með óspjölluðu meyjarhafti. Segja má að hlutverk meyjarhaftsins í því samhengi sé að veita fyrirstöðu við fyrstu samfarir.

Í ritinu Kynferðislífið (1946) segir svo um meyjarhaftið: „Umhverfis leggangaopið liggur hjá óspjallaðri mey, jómfrú, þunn himna, meyjarhaftið eða meydómurinn“. Í ritinu er fjallað um ýmsar tegundir meyjarhafts, það er hálfmánalaga, kögrað, rauflaga, tvígata og sáldlaga.

Himnan er bæði með æðar og taugar og getur fylgt sársauki og blæðing þegar hún rifnar. Hún getur verið misstór og það fer allt eftir stærð himnunnar hvort og hversu mikill sársauki eða blæðing verða við rof hennar.

Haftið getur í sumum tilfellum verið það lítið að það veiti enga fyrirstöðu við samfarir. Það getur einnig rifnað við margvíslega áreynslu. Því getur verið hæpið að líta svo á að meyjarhaftið sé óyggjandi sönnun fyrir óspjölluðum meydómi.

Þessi texti er fenginn af Vísindavefnum þar sem þú getur fræðst um allt milli himins og jarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir