Bókin Partíréttir kom nýverið út en í henni er að finna uppskriftir að einföldum og girnilegum partíréttum. Þetta er sumarleg og skemmtileg matreiðslubók eftir Rósu Guðbjartsdóttur og tók Stíllinn saman þrjár ljúffengar uppskriftir til að deila með lesendum.
Camembert með sólþurrkuðum tómötum og kryddjurtum
1 camembert-ostur
1 msk. sólþurrkaðir tómatar í olíu, saxaðir
1-2 msk. ferskar kryddjurtir að eigin vali, t.d. basilíka og graslaukur, smátt saxaðar
Aðferð:
Hitið ofninn í 180 gráður. Setjið ostinn í eldfast mót og bakið í ofninum í 20 mínútur. Saxið sólþurrkaða tómata og kryddjurtir á meðan. Þegar osturinn er vel hitaður í gegn, takið þá úr ofninum og skerið eins og kross í miðjuna á honum og flettið aðeins upp ,,skorpunni’’ af honum þannig að gat myndist ofan í ostinn. Komið þar fyrir sólþurrkuðu tómötunum og kryddjurtunum. Dreypið nokkrum dropum af olíu, úr krukkunni undan sólþurrkuðu tómötunum, yfir allt saman. Berið strax fram með kexi eða snittubrauði.