Brennir maður meira í hettupeysu?

Það sem ákvarðar brennsluna, þ.e.a.s fjölda kaloría sem við eyðum, er hjartslátturinn. Hjartað sér vöðvunum fyrir súrefnisríku blóði og því hraðar sem hjartað slær því meiri vinna er í gangi. Við þurfum orku fyrir þeirri vinnu og brennum því meira eftir því sem hún eykst. Þegar þú ert í hettupeysu hækkar hitastig líkamans og hjartað þarf að vinna meira við að kæla hann niður og þar af leiðandi hækkar púlsinn örlítið. Þetta er þó algjörlega í lágmarki og ekkert til að eltast við, sérstaklega af því að ofhitnun getur átt sér stað. Líkaminn er mun næmari fyrir ofhitnun frekar en ofkólnun.

Mun sniðugara væri að vera í léttari fötum sem “anda” og frekar að auka ákefðina eða lengdina. Fjöldi hitaeininga sem þú brennir er tengdur tveimur breytuþáttum, ákefð og tíma. Við mikla ákefð rýkur púlsinn upp en við getum ekki haldið slíkum átökum til lengri tíma. Við lægri ákefð er hjartslátturinn lægri en við getum haldið henni lengur. Hettupeysan gæti gert það að verkum að þú þyrfir að hætta fyrr en ella og þar af leiðandi brennt færri hitaeiningum. Þ.e.a.s þú værir hugsanlega að stytta tímann sem þú værir „að brenna“.

Hitt er hins vegar annað mál að í hettupeysu ertu líklegri til að svitna töluvert meira. Það að svitna er þó ekki það sama og að brenna (þótt það gerist að hluta til útaf auknum hjartslætti). Þyngdartapið sem kemur af því að hlaupa vel dúðaður kemur að mestu sem vatnstap í gegnum svita. Það er einungis tímabundið þyngdartap og fer aftur upp um leið og viðkomandi drekkur aftur.

Við sjáum oft boxara eða glímumenn skokka í hettupeysum, sveiflandi höndunum í rocky-stíl. Það eru jafnvel til fréttir af glímuköppum fara í “kraft-gallann” í saunu á þrekhjóli. Þetta eru menn að keppa í íþróttum sem hafa þyngdarflokka. Þeir vilja því vera eins þungir og þeir geta innan markanna.

Fyrir vigtun fara þeir því oft í 10 km skokk í hettupeysu, saunu, svitna vel og fasta jafnvel. Þannig tapa þeir helling af vatni og glycogen-birgðir vöðvanna tæmast. Þeir stíga síðan upp á vigtina helköttaðir og flottir, fá staðfestingu að þeir megi keppa í þyngdarflokknum, stíga af og stúta í sig Gatorade og annarri næringu. Vatnsbirgðir líkamans jafnast, glycogenbirgðir vöðvans fyllast og þeir þyngjast upp fyrir flokkinn og hafa þá ákveðið forskot á andstæðinginn.

Bergur er fyrrverandi frjálsíþróttakappi og starfar sem ÍAK einkaþjálfari hjá Reebok Fitness. Kynntu þér málið nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir