Ryan Gosling sást í Mjölni

Ryan Gosling í kvikmyndinni Only God Forgives.
Ryan Gosling í kvikmyndinni Only God Forgives.

Kvikmyndaleikarinn Ryan Gosling sást mæta í einkatíma í bardagaíþróttaklúbbnum Mjölni í dag. Forsvarsmenn Mjölnis þvertóku fyrir að tjá sig nokkuð um málið.

Samkvæmt heimildum mbl.is er Gosling hér til að fá næði til að klippa nýjustu mynd sína, How to Catch a Monster, og mun dvelja hér á landi í 10 vikur.

Russel Crowe æfði í Mjölni þegar hann var hér við tökur á kvikmyndinni Noah, sem kemur út á næsta áriLeikstjóri myndarinnar, Darren Aronofsky, styrkti nýverið Náttúruverndarsamtök Íslands, og sagði nauðsynlegt að vernda íslenska náttúru, meðal annars fyrir ágangi ferðamanna og kvikmyndagerðarfólks.

Með stuðningi sínum við samtökin vildi leikstjórinn bæta fyrir það rask sem hann og hans samstarfsfólk kann að hafa valdið á íslenskri náttúru við gerð myndarinnar.

Frétt mbl.is: Munnmök Goslings heilluðu femínista

Frétt mbl.is: „Þú þuklar ekki á Mónu Lísu“

Heimasíða Mjölnis

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir