Díva kynnir Draggkeppnina

 Draggkeppni Íslands fer fram 7. ágúst í Eldborgarsal Hörpu. Þetta er í 16. sinn sem keppnin er haldin og þriðja skiptið í Hörpu. Keppnin hefst kl 21:00 en móttaka gesta byrja kl 20:00.

Þema keppninnar er Beauty is pain (And i´m in a lot of pain) og í tilkynningu segir að  keppendur gætu átt von á að lenda í óvæntum aðstæðum á kvöldinu sjálfu. 

Keppnisatriðin í ár eru átta, flutt af 11 keppendum. Einnig koma kóngur og drottning ársins 2012 fram. 

Hægt er að nálgast miða á harpa.is eða midi.is eða kaupa þá í afgreiðslu Hörpu.

Kynnir keppninnar er Diva Jackie Dupree sem kemur frá New York til að vera með í ár. Jackie er þekktur skemmtikraftur á Manhattan, syngur, leikur og semur. 

Dragg er gamalt leiklistarform og er sprottið upp frá þeim tíma er konum var bannað að koma fram á sviði í leiksýningum. Það gerði það að verkum að öll hlutverk kvenna í leikritum voru leikin af karlmönnum.

Draggkeppni Íslands hefur markað sér fastan sess í hinni fjölbreyttu flóru menningar, lista og skemmtanahalds sem í boði er í Reykjavík ár hvert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir