Gosling tók hnífa með í skólann

Ryan Gosling
Ryan Gosling

Kvikmyndaleikarinnar Ryan Gosling, sem dvalið hefur hér á landi undanfarna daga, segir að ofbeldi í bíómyndum hafi haft mikil áhrif á sig í æsku. Hann hafi tekið hnífa með sér í skóla eftir að hann sá bíómyndina „First Blood: Rambo“.

Gosling sagði þetta í samtali við BBC þegar hann ræddi um ofbeldisatriði sem eru í hans nýjustu mynd „Only God Forgives“. Myndin er í leikstjórn danska leikstjórans Nicolas Winding Refn. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í þessari viku.

„Þegar ég var lítill strákur sá ég „First Blood: Rambo“. Daginn eftir tók ég hnífa með í skólann og fór að kasta þeim í nemendur skólans. Ég var rekinn úr skólanum. Ofbeldi í bíómyndum hafði því mikil áhrif á mig,“ sagði Gosling.

Í myndinni „Only God Forgives“ leikur Gosling mann sem stýrir hnefaleika-klúbbi í Bangkok sem á í baráttu við fíkniefnaglæpamenn. Bróðir hans lætur lífið þegar hann tekst á við glæpamennina. Móðir hans, sem leikin er af bresku leikkonunni Kristin Scott Thomas, hvetur hann til að leita hefnda. Mikið ofbeldi er í myndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup