Game of Thrones leikkonur á miðbæjarrölti

Rizza Fay með Maisie Williams, betur þekktri sem Arya Stark.
Rizza Fay með Maisie Williams, betur þekktri sem Arya Stark. Rizza Fay Elíasdóttir

Vart er þverfótað fyrir kvikmyndastjörnum um þessar mundir. Tökur á fjórðu seríu þáttaraðarinnar Game of Thrones eru hafnar og var því við því að búast að sæist til einhverra leikaranna miðsvæðis. Rizza Fay Elíasdóttir laganemi var svo heppin að hitta tvær stjarnanna í sömu vikunni.

Fyrst hitti hún Gwendoline Christie, sem fer með hlutverk riddarans Brienne af Tarth, á fimmtudaginn þegar sú síðarnefnda leit inn í verslun við Laugaveg þar sem Rizza vinnur. „Það var allt of mikið að gera þegar hún kom til að ég næði að taka mynd af mér með henni, en hún var mjög indæl og spurði margra spurninga.“

Á sunnudaginn sá hún svo Maisie Williams, sem leikur hina ungu Arya Stark, fyrir utan sömu verslun á sunnudaginn og fékk að smella mynd af sér með henni, sem hún birti á Twitter-síðu sinni. „Ég sá glitta í hana fyrir utan og hljóp út. Hún var algjört yndi og var ekkert mál að fá að taka mynd.“

Þau Haukur Dór Bragason og Iris Edda Nowenstein gerðust einnig svo fræg að hitta Christie á fimmtudagskvöldið og tók Haukur Dór mynd af þeim Irisi Eddu saman sem hann birti á Instagram. „Iris varð ansi „starstruck“ enda mikill aðdáandi,“ segir í lýsingu. „Leikkonan, Gwendoline Christie, er upp á sentímetra jafnhá og ég. Iris ætlaði að halda um bakið á henni en misreiknaði sig í öllu fátinu og hélt, eins og sjá má, bara um rassinn á henni. Vel gert!“

Aðdáendur Game of Thrones ættu því augljóslega að drífa sig niður í bæ meðan tækifæri gefst.

Það er vægast sagt hæðarmunur á þeim Gwendoline Christie og …
Það er vægast sagt hæðarmunur á þeim Gwendoline Christie og Irisi Eddu. Haukur Dór Bragason
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir