Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey lenti í heldur óskemmtilegri reynslu þegar hún var í Sviss á dögunum en þangað var hún komin til þess að vera viðstödd brúðkaup vinkonu sinnar Tinu Turner. „Ég fór ein míns liðs inn í verslun og bað afgreiðslukonuna um að sýna mér ákveðna tösku en hún neitaði því og sagði mér að taskan væri of dýr fyrir mig,“ sagði Oprah í samtali við Entertainment Tonight. „Ég var ekki með gerviaugnhárin mín en var annars eins og ég á að mér að vera. Þátturinn minn er greinilega ekki sýndur þarna í Sviss og því þekkti afgreiðslukonan mig ekki. Ég ákvað því bara að yfirgefa verslunina. Ég hefði getað gert mál út úr þessu en til hvers? Kynþáttafordómar eru enn til.“