Neitaði að afgreiða Opruh Winfrey

Oprah Winfrey og sambýlismaður hennar Stedman Graham á frumsýningu myndarinnar …
Oprah Winfrey og sambýlismaður hennar Stedman Graham á frumsýningu myndarinnar The Butler. AFP

Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey lenti í heldur óskemmtilegri reynslu þegar hún var í Sviss á dögunum en þangað var hún komin til þess að vera viðstödd brúðkaup vinkonu sinnar Tinu Turner. „Ég fór ein míns liðs inn í verslun og bað afgreiðslukonuna um að sýna mér ákveðna tösku en hún neitaði því og sagði mér að taskan væri of dýr fyrir mig,“ sagði Oprah í samtali við Entertainment Tonight. „Ég var ekki með gerviaugnhárin mín en var annars eins og ég á að mér að vera. Þátturinn minn er greinilega ekki sýndur þarna í Sviss og því þekkti afgreiðslukonan mig ekki. Ég ákvað því bara að yfirgefa verslunina. Ég hefði getað gert mál út úr þessu en til hvers? Kynþáttafordómar eru enn til.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar