Samdi texta fyrir Ásgeir Trausta

Lúpínubreiður í Heimaey urðu Randi Ward að yrkisefni.
Lúpínubreiður í Heimaey urðu Randi Ward að yrkisefni. Ljósmynd/ Randi Ward

Það hefur vart farið fram hjá mörgum að tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti herjar á erlendan markað um þessar mundir. Tónlistarmaðurinn hefur þegið hjálp við þýðingar á sumum texta sinna en lagið „Frost“ hefur hlotið glænýjan texta á enskri tungu og nefnist „Lupin Intrigue“. Lagið kom út í dag á B-hlið fyrstu smáskífu Ásgeirs á erlendri grundu en A-hlið skífunnar prýðir ensk útgáfa stórsmellsins „Leyndarmál“ sem heitir „King and Cross“ á enskri tungu.

Það er bandaríska listakonan Randi Ward sem á heiðurinn af textanum við „Lupin Intrigue“ en hún segir einskæra tilviljun hafa leitt til þess að ljóð hennar var notað. Hún var hér á landi við skriftir og undirbúning á ljósmyndasýningu sinni í Norræna húsinu haustið 2012 þegar hún hitti mann sem benti henni á pródúserinn Guðmund Kristinn Jónsson. 

„Ég var að vonast eftir tækifæri til að vinna með íslenskum tónlistarmönnum. Ég hafði samband við Kidda, eins og hann er kallaður, og við skrifuðumst á í nokkra mánuði áður en hann deildi lagi Ásgeirs Trausta „Frost“ með mér, “ segir Randi.

 „Ég var beðin að skrifa nýjan enskan texta við lagið til reynslu og nokkrum mánuðum síðar var ég látin vita af því að „Lupin Intrigue“ yrði gefið út.“

Randi segir lagið sjálft hafa veitt henni innblástur við textagerðina enda hafi það minnt hana á hvernig henni leið þegar hún dvaldist í Heimaey.

„Um leið og ég heyrði lagið hugsaði ég um bjartar sumarnætur og vímuvekjandi ilminn af lúpínunum,“ segir Randi. „Ég hugsaði um tiltekinn stað í hrauninu á Heimaey þar sem ég ráfaði um á nóttunni. Það var töfrum líkast. Samneyti við alla þessa fegurð vakti upp mikið róf tilfinninga og minninga.“ 

Randi hefur áður skrifað texta fyrir færeysku tónlistarkonuna Guðríði Hansdóttur og hún segist vonast til að frekara samstarfs við Ásgeir Trausta. Þessa dagana vinnur Randi að enskri þýðingu á ljóðabók færeyska skáldsins Tórodds Poulsen, Fjalir, en þýðing Randi, Planks, er væntanleg með haustinu. 

„Eftir það vil ég bara snúa mér aftur að eigin skrifum og eyða góðum tíma með hugmyndum sem hafa beðið mín í nokkurn tíma. Þær eru að verða óþolinmóðar,“ segir skáldið.

Skáldið Randi Ward gægist yfir kaffibollann.
Skáldið Randi Ward gægist yfir kaffibollann. Ljósmynd/ Gunnar Steinn Úlfarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan