Óprúttnir aðilar hökkuðu sig inn á Twitter-síðu Amöndu Bynes um helgina en leikkonan er þessa stundina stödd á spítala í Kaliforníu vegna geðrænna vandamála.
Aðdáendur Bynes ráku upp stór augu þegar skilaboð frá henni birtust á Twitter. Skilaboðin hljóðuðu svona: „Ég elska Drake“. Skilaboðin vöktu athygli þar sem Bynes sendi rapparanum hatursfull skilaboð á Twitter ekki alls fyrir löngu og kallaði hann m.a. ljótan.“
Lögfræðingur Bynes var ekki lengi að senda frá sér yfirlýsingu og sagði að Bynes hefði ekki aðgang að netinu.
„Twitter-síða Amöndu var hökkuð. Hún er stödd á Ucla Medical Center-spítalanum og hefur ekki aðgang að síma eða tölvu.“