„Algjörlega þess virði að prófa“

Katrín Ósk Ásgeirsdóttir
Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Morgunblaðið/Kristinn

Kynjakvótar í Gettu betur hafa verið eitt heitasta umræðuefni framhaldsskólaganganna síðustu daga. Monitor fór á stúfana og fékk tvær framhaldsskólastúlkur til að tjá sig um kynjakvótana, en þær eru á öndverðum meiði hvað varðar afstöðu til málsins.

Katrín Ósk Ásgeirsdóttir er nítján ára nemandi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Hún er formaður nemendafélagsins og sat í MORFÍS-liði skólans sem keppti til úrslita í vor.

Kynjakvóti er mjög umdeilt hugtak og hefur verið hátt á lofti í fjölmiðlum og menntaskólum síðustu daga. Fólk er með mjög skiptar skoðanir á þessu máli, sumum finnst þetta vera óréttlæti og jafnvel ganga þvert á kenninguna „þeir hæfustu lifa af“, en öðrum finnst þetta vera hvatning fyrir stelpur til þess að taka þátt og stuðla að jafnara samfélagi.

Mér finnst þetta vera gott skref fram á við til þess að jafna hlutverkaskiptingu kynjanna í samfélaginu öllu, hvort sem það er í skólum, á vinnumarkaði eða á öðrum sviðum samfélagsins. Hægt er að líta á þetta þannig að með kynjakvóta sé verið að opna á áður „lokaðan“ grundvöll fyrir stelpur, núna ættu stelpur að hætta að líta á þetta sem strákakeppni og láta til skarar skríða. Þegar maður er fylgjandi kynjakvóta er maður oft spurður hvort manni finnist sanngjarnt að stelpur séu einungis teknar inn í lið vegna þess að þær séu stelpur en ekki af því að þær voru hæfastar, við þessu er einfalt svar: Í staðinn fyrir að stelpur séu að einblína á að þær hafi einungis verið teknar inn í liðið vegna kynjakvóta eiga þær að líta á það sem tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr og að þær hafi jafnmikinn rétt á að vera í þessari stöðu og hver annar, sem þær auðvitað hafa.

Eftir ítrekaðir tilraunir síðustu ára til að reyna að opna þennan vettvang fyrir kvenmenn tel ég þetta vera endastöð, tilraunirnar hafa borið lítinn sem engan árangur og ég tel þetta vera gott inngrip til þess að jafna kynjaskiptingu til dæmis í Gettu betur. Í ýmsum greinum er talið að ástæðan fyrir kynjahallanum í Gettu betur sé ekki að þetta sé strákakeppni heldur að stelpur hafi einfaldlega ekki haft áhuga á keppninni sjálfri. Ég tel að það sé vegna þess að það er skortur á kvenfyrirmyndum í keppninni þar sem einungis örfáar stelpur hafa tekið þátt í henni frá upphafi, og í rauninni finnst stelpum lítill grundvöllur fyrir því að vera með því þær hafa sjaldan séð stelpur taka þátt af fullum krafti. Persónulega finnst mér þessi frumraun Gettu betur með kynjakvóta vera frábært skref, og þetta er nokkuð sem er algjörlega þess virði að prófa og sjá hvernig útkoman verður. Vonandi er þetta skref til hins betra og þá í framhaldi að kynjakvóti verði tekinn upp á fleiri sviðum.

 - Katrín Ósk Ásgeirsdóttir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka