Heillaðist algjörlega af Skógarfossi

Morgunblaðið/Ómar

Bam Margera er hjólabrettakappi og hrekkjalómur sem hefur jafnan gert allt vitlaust með félögum sínum í Jackass þáttunum alræmdu. Hann er kominn til Íslands í áttunda skipti og giftir sig hér á laugardaginn ásamt því að halda styrktartónleika fyrir nýjum hjólabrettagarði í Reykjavík.

Blaðamaður hitti Bam Margera í huggulegri íbúð í miðborg Reykjavíkur, en þar hefur hann gert sig heimakominn síðustu vikur. Bam var einstaklega viðkunnanlegur og talaði vel um land og þjóð.

Nú ert þú ekki á Íslandi í fyrsta skipti, hvert er erindi þitt núna?

Ég er búinn að vera hérna í einn og hálfan mánuð. Í þetta sinn er ég hér til þess að giftast minni heittelskuðu Nicole og held auk þess styrktartónleika í Listasafninu laugardaginn 5. október. Á þessum tónleikum mun ég frumsýna nýju myndina mína eins og hún er núna og þegar hún stoppar hefjast tónleikarnir. Þeir verða síðan lokaatriði myndarinnar, þannig að þeir sem mæta á þá koma líka fram í myndinni. Allur ágóðinn af tónleikunum fer í að efla íslenska hjólabrettamenningu.

Hvenær komst þú fyrst hingað og hvers vegna?

Ég sá Skógarfoss á National Geographic í kringum 1997 og heillaðist algjörlega af honum, en það var meginástæðan fyrir því að ég vildi koma hingað í byrjun. Ég og CKY strákarnir flugum hingað og eyddum viku í að taka upp myndband árið 1999, þar sem við vorum að gera Jackass stönt úti um allt land. Ég hef komið hingað reglulega síðan og er núna hér í áttunda skipti.

Hvað er CKY?

CKY var í raun bara hljómsveit bróður míns.  Ég fór síðan að taka upp hjólabrettamyndbönd með Jackass stöntum inná milli og kallaði þau CKY,  sem kynningu fyrir hljómsveitina. Orðið barst síðan út og þetta fékk mikið áhorf og umtal.  Spike Jonze, Jeff Tremaine og Johnny Knoxville voru á vesturströndinni að búa til þátt sem hét Big Brother á sama tíma og ég var að vinna í CKY. Þeir fréttu af mínum þætti, höfðu samband við mig og spurðu hvort ég hefði áhuga á að vera í þætti á MTV sem myndi bera heitið Jackass. Ég var auðvitað til í það, þannig að Jackass var nokkurs konar samruni þessara tveggja þátta.

Nú hefur þú eytt hálfri ævinni í að framkvæma áhættuatriði og hrekkja fólk, varst þú „hrekkjalómur“ sem krakki?

Já algjörlega. Frændi minn eignaðist vídeóvél í fyrsta sinn þegar ég var 7 ára gamall og ég heillaðist algjörlega af henni. Ég tók myndbönd af mér að berja og hrekkja pabba, tók upp hjólabrettaatriði og alls konar stönt. Það var ótrúlega gaman að geta tekið upp og horft á það sem við vorum að gera. Í skóla var ég annars misgóður, ég fylgdist bara með í þeim tímum sem ég hafði áhuga á. Ég hafði alltaf mikinn áhuga á landafræði og var mjög góður í henni. Hvað stærðfræði varðar þá sagði ég hins vegar alltaf „til hvers?“, þú getur keypt þér reiknivél sem sér um þetta fyrir þig og þá þarftu ekki að eyða heilaplássi í óþarfa. Það sama hvað varðar sögu, hver skrifaði undir hvað í hvaða fylki, hverjum er ekki sama?

Hér sést aðeins örstutt brot úr viðtalinu við Bam Margera, viðtalið má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Monitor hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka