Hræddi börn í Húsdýragarðinum

Þorbjörg Helga, eða Obba eins og hún er kölluð, lét sig ekki muna um að taka þátt í einni lengstu forsíðumyndatöku Monitor til þessa enda er hún ýmsu vön úr heimi kvikmyndanna. Vegfarendur sem áttu leið hjá kipptu sér lítið upp við brosandi stúlku í brúnum jakka en þegar Obba setti upp grifflurnar og „corpse paint-ið“ stöldruðu margir við furðulostnir. Börnunum í Húsdýragarðinum var satt að segja ekki um sel. Monitor ræddi við leikkonuna um hlutverk hennar í kvikmyndinni Málmhaus og afhverju enginn þarf í raun að hræðast þungarokkara.


Þú ert afar sannfærandi sem sveitastelpa í myndinni, ertu úr sveit?

Nei, ég er alin upp í Svíþjóð og hafði aldrei tækifæri til að fara í sveit en amma og afi bjuggu í Neskaupstað og ég fór stundum þangað. Þegar ég fékk þetta hlutverk hugsaði ég einmitt að nú yrði ég að kynnast sveitalífinu betur. Ég hafði samband við vin min og spurði hvort hann þekkti ekki einhvern sem ætti kúabú og það varð úr að ég fékk að fara á Hól í Önundarfirði í nokkra daga.

Þetta var alveg yndisleg fjölskylda sem tók á móti mér og sýndi mér til verka. Þau voru reyndar með nýtískulegra fjós en er í myndinni en þau sýndu mér hvernig þetta hefði verið gert og ég mokaði flórinn og gekk í öll verk. Það var mikill snjór, þetta var svolítið einangraður bær og ég gjörsamlega heillaðist af sveitinni. Ég veit ekki hvernig það væri að búa þarna en ég fékk ekkert menningarsjokk heldur fannst þetta aðallega frelsandi.

Hafðirðu hugsað þér að verða leikkona þegar þú varst lítil stelpa í Svíþjóð?

Ég fann bók í bílskúrnum hjá mömmu um daginn þar sem ég hafði skrifað að ég ætlaði að verða „skådespelerska“ (leikkona), ballerína og píanóleikari. Ég blandaði sumsé saman sænskunni og íslenskunni. Ég hafði teiknað mynd við, þar sem ég er í ballettskóm með píanó og á leiksviði. Ég held að marga langi til að verða leikarar þegar þeir eru krakkar. Annars man ég ekki eftir að hafa ætlað að verða leikkona fyrr en áhuginn kviknaði aftur í leiklistinni í MS. Svo var það auðvitað Stúdentaleikhúsið sem kynti hvað mest undir og ég mæli hiklaust með. Það var ótrúlega lærdómsríkt.

Hera er mikill þungarokkari, rímar tónlistin í myndinni við þinn eigin tónlistarsmekk?

Ég held í alvöru að minn tónlistarsmekkur fari bara eftir því hvað ég er að gera hverju sinni. Ég á það til að spila lög og diska sem ég fíla aftur og aftur aftur en ef ég kaupi mér plötur eru það oft Bob Dylan, Leonard Cohen, Bítlarnir eða eitthvað svona. Ég hlusta meira á þungarokk eftir að ég lék í myndinni. Allt í einu var allur playlistinn á símanum mínum orðinn þungarokk og núna á ég margar svoleiðis plötur líka.

Hér sést aðeins brot úr viðtali Monitor við Þorbjörgu Helgu, viðtalið má lesa í heild sinni hér að neðan.

Vilt þú vinna miða fyrir tvo á kvikmyndina Málmhaus? Líkaðu þá við þessa frétt og Facebook stöðuuppfærslu Monitor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar