Martha Stewart gaf íslenskan vodka

Stílistinn Martha Stewart.
Stílistinn Martha Stewart. AFP

Martha Stewart gaf Chelsea Handler sem stjórnar bandaríska spjallþættinum Chelsea Lately flösku af hinum íslenska Reyka vodka. Steward var aðalgestur þáttarins í gærkvöldi. Falleg slaufa var á vodkaflöskunni því það er mjög mikilvægt að nota einfalda hluti til að gera hversdagslífið fallegt, segir Stewart.

Er Stewart hafði afhent Handler flöskuna var hún spurð hvað hún hefði gert kvöldið áður. „Hvar var ég í gærkvöldi?“ svaraði Stewart og rifjaði svo upp að hún hefði verið dómari í búningakeppni. Hún sagðist þó ekki hafa drukkið vodka heldur Cointreau. „Það er tært eins og vodka, sjáðu til. Þannig getur enginn séð hversu fullur þú ert að verða,“ sagði Stewart.

Vodka er ekki það eina sem tengir Stewart við Ísland. Hún notar íslenska húðdropa og bauð Dorrit Moussaieff forsetafrú í þátt sinn í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinna þín krefst meiri hæfni og getu en þú telur þig búa yfir í dag. Orka þín er minni og þolinmæðin líka. Leitaðu hjálpar áður en það verður of seint.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinna þín krefst meiri hæfni og getu en þú telur þig búa yfir í dag. Orka þín er minni og þolinmæðin líka. Leitaðu hjálpar áður en það verður of seint.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton