10 tattú sem þú ættir að forðast

Heldur óheppilegt húðflúr
Heldur óheppilegt húðflúr

Húðflúr njóta sífellt meiri vinsælda og streyma Íslendingar í hrönnum inn á tattústofur, hvort sem það er í áskorunum, undir áhrifum Bakkusar eða bara vegna þess að þá langar að skreyta líkama sinn. Flúrin eru hins vegar misfalleg og eiga margir það til að láta festa á sig skraut sem þeir sjá síðan gríðarlega eftir. Monitor gerir hér tilraun til þess að afstýra slíkum mistökum.


Tákn á ókunnugu tungumáli.

Þú hefur aldrei komið til Kína, þekkir engan frá Kína og talar ekki kínversku. Ekki gera sömu mistök og Rihanna.

Tattú í handarkrikann.

Hvað ef þú ert beðin/n um að sýna tattúið þegar þú ert sveitt/ur.

Tattú með nafni maka.

Hversu mikið sem þið elskið hvort annað er aldrei að vita nema þið eigið eftir að hata hvort annað enn heitar einhvern daginn.

Tattú í andlitið.

Er Mike Tyson fyrirmynd þín í lífinu? Nei? Ókei, slepptu þá fésskreytingunni.

Slangur og skamstafanir.

YOLO, LOL og kjépps eiga ekki heima í varanlegri skrift á líkama þínum.

Merki stjórnmálaflokka

Þú veist ekkert um stefnu þíns flokks eftir nokkur ár og það er líklegra en ekki að þú munir einhvern tímann verða afar ósammála honum.

Myndir af frægu fólki.

Kobe Bryant hefur eflaust gert mikið fyrir þitt sálarlíf en þú skuldar honum samt ekkert og þá allra síst andlitsmynd á vömbina á þér.

Lógó

Ert þú Gucci taska? Ert þú Porsche? Svarið er einfalt, nei.

Eitthvað úr Twilight

Af því að nei.

Hipster-tattú

Er yfirvaraskeggið á puttanum ennþá sniðugt?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir