Ólafur Darri í bandarískum spennuþætti

Ólafur Darri á rauða dreglinum.
Ólafur Darri á rauða dreglinum. Karlovy Vary film festival.

„Ég er ekki í stóru hlutverki, mesta lagi tveimur þáttum,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson sem bregður fyrir í nýjustu stiklu af þættinum True Detective sem beðið er með mikilli eftirvæntingu.

Kapalstöðin HBO frumsýnir þættina í byrjun næsta árs og fara stórleikararnir Matthew McConaughey og Woody Harrelson með aðalhlutverkin. Leika rannsóknarlögreglumenn sem eru á höttunum eftir raðmorðingja. „Þetta verður rosalega flott sería. Ég hlakka mikið til að sjá þetta,“ segir íslenski stórleikarinn sem getur ekkert gefið upp um hlutverk sitt. „Ég get ekki svarað neinum svoleiðis spurningum – því miður.

Ég get sagt að það var rosalega gaman að gera þetta. Þetta var tekið upp í New Orleans og var mikið ævintýri.“ Hann segir að Matthew McConaughey sé magnaður leikari og góður maður. „Hann er æðislegur, frábær leikari.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan